Bóluefni við COVID-19 getur ekki haft áhrif á erfðaefni okkar.

Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði, fer yfir áhrif bóluefna á líkamann í svari við nýrri spurningu á sérstari vefsíðu Vísindavefsins, þar sem sett eru inn svör og fróðleikur sem snerta veirur og kórónaveirufaraldurinn.

Arnar segir að stutta svarið, um hvort mögulegt sé að nýtt bóluefni við COVID-19 geti haft áhrif á erfðaefni okkar, sé að það sé ómögulegt. Fjölmörg bóluefni er í þróun með margvíslegum aðferðum gegn veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, þar á meðal bæklaðar veirur, einangrun mótefnavaka veirunnar, framleiðsla þeirra í frumum, flutningur með öðrum veirum og bóluefni byggð á erfðaefni veirunnar.

Bóluefni geta mögulega haft aukaverkanir en þau hafa ekki áhrif á erfðaefnið. Þau eru ekki stökkbreytandi og bóluefni leiða ekki til innlimunar veiruerfðaefnis í frumur hins bólusetta.

Arnar bendir á að breytingum á erfðaefni má skipta í stökkbreytingar (e. mutation) annars vegar og hins vegar í svokallaðar erfðabreytingar (e. genetic modification).

Engar vísbendingar eru um að bóluefni séu stökkbreytandi eða erfðabreytandi. Hann nefnir dæmi um bóluefni lyfjafyrirtækisins Pfizer og BioNTech sem inniheldur RNA sem er byggt á erfðaefni veirunnar.

„Veiran sem veldur COVID-19 er með RNA sem erfðaefni, og byggir bóluefnið á því að sprauta RNA byggðu á erfðaefni veirunnar inn í fólk (en ekki öðrum veiruhlutum, þar á meðal prótínum sem eru mikilvæg fyrir innlimun veiruagna í frumur og fjölgun hennar). Líkaminn framleiðir tiltekin prótín veirunnar, sem dugar til að vekja ónæmiskerfið. Það virðist veita vörn í allt að 95% einstaklinga yfir 65 ára aldri. Erfðaefni okkar er á DNA formi, en veirunnar á RNA formi. Hvorki við né veiran búum yfir ensímum til að afrita DNA frá RNA og því algerlega útilokað að erfðefnið innlimist í DNA þess bólusetta og erfðabreyti viðkomandi,“ skrifar Arnar.

Kate Bredbenner, doktor í sameindalíffræði, birti nýlega myndband á TikTok sem hefur slegið í gegn þar sem hún útskýrir hvernig bóluefni BioNTech virkar.

@simplebiologist

The coronavirus vaccine is fire ##covid ##covid19 ##covidvaccine ##science ##scienceismagic ##foryou ##pfizer ##pfizervaccine ##womeninstem

♬ original sound - SimpleBiologist