Vísinda­menn víða um heim keppast nú um að þróa bólu­efni við kóróna­veirunni sem veldur CO­VID-19 sjúk­dóminum en nokkur bólu­efni lofa góðu að svo stöddu. Að sögn Sou­mya Swamin­at­han, yfir­manni vísinda­mála hjá Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnuninni, WHO, er það gott að sjá hversu mörg bólu­efni eru í þróun.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfir­maður stofnunarinnar, sagðist á föstudaginn vera bjart­sýnn um að í lok næsta árs væri hægt að út­hluta tveimur milljörðum skammta af bólu­efni. Fjöl­margar þjóðir taka þátt í sam­starfs­verk­efni WHO um fjár­mögnun og dreifingu bólu­efnis, CO­VAX, og er Ís­land þar á meðal.

WHO hefur þó síðast­liðna mánuði hvatt fólk til að binda ekki of miklar vonir við komu bólu­efnis en yfir­maður neyðar­að­gerða hjá stofnuninni sagði á blaða­manna­fundi fyrir helgi að heildar­fjöldi dauðs­falla á heims­vísu vegna CO­VID-19 sjúk­dómsins gæti tvö­faldast áður en að búið verður að vinna að þróun bólu­efnis og það tekið í notkun.

Átta bóluefni á lokastigum prófana

Í mynd­skeiði sem WHO birti fyrr í dag er rætt við Swamin­at­han um stöðu bólu­efna við CO­VID-19 og hve­nær slíkt bólu­efni yrði al­gengi­legt. Hún greindi frá því að meira en 200 bólu­efni væru nú í þróun en af þeim væru klínískar rann­sóknir með 31 þeirra hafin. Þá væru átta bólu­efni á loka­stigum prófana.

„Það sem þetta þýðir er að við munum fara að sjá niður­stöður úr sumum af þessum rann­sóknum fyrir lok 2020 eða snemma árið 2021,“ sagði Swamin­at­han en þá þyrfti að ganga úr skugga um að bólu­efnið væri öruggt og hversu mikla virkni það hefði. Þá þyrftu eftir­lits­aðilar að fara yfir niður­stöðurnar og sam­þykkja þær.

Lykilatriði að bóluefnið sé öruggt

Þegar búið væri að fara yfir niður­stöðurnar væru mögu­lega fleiri en eitt eða tvö bólu­efni sem væru að reynast vel og þá þyrfti að huga að dreifingu. Að sögn Swamin­at­han gæti bólu­efni við CO­VID-19 verið að­gengi­legt um mitt ár 2021. Hún segir lykil­at­riði að bólu­efnið sé öruggt. „Það verður að vera öruggt, bæði til styttri tíma litið og til lengri tíma.“

Hún bætti við að þegar litið væri til bólu­efnis við CO­VID-19 þurfti það að vera öruggt fyrir alla aldurs­hópa, allt frá börnum og til aldraðs fólks. „Það ætti helst að vera gefið í einum skammti og það ætti að veita ó­næmi eins lengi og hægt er, að öllum líkindum í nokkur ár,“ sagði Swamin­at­han.

Nauðsynlegt að forgangsraða til að byrja með

Það er þó ekki þar með sagt að með komu bólu­efnis verði CO­VID-19 út­rýmt en WHO leggur fram þá kröfu að bólu­efni virki að lág­marki á 50 prósent fólks sem fær það, helst 70 prósent. Þá þarf að huga að því hverjir fá bólu­efnið til að byrja með en það mun taka tölu­verðan tíma að fram­leiða bólu­efni fyrir alla íbúa heims.

Swamin­at­han segir að flestar þjóðir heims séu sam­mála um að fram­línu- og heil­brigðis­starfs­menn fái fyrsta skammtinn þar sem að þau sjá um að tryggja öryggi og heilsu annarra. Því næst séu það þeir sem eru í mestri hættu til að smitast og þeir sem eru lík­legir til að veikjast al­var­lega af CO­VID-19. Þegar því er lokið sé hægt að huga að öðrum.

„Það þarf að full­vissa al­menning um að staðlarnir sem hafa verið settir á heims­vísu fyrir leyfis­veitingu bólu­efna og lyfja verði fylgt í þessu til­felli og að það verða engar flýti­leiðir. Þannig að þegar við tölum um hraða og mæli­kvarða og hvað við getum gert til að ýta undir það, verðum við að taka til­lit til við­miðanna sem hafa verið sett.“

Við­talið við Swamin­at­han í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.