Fyrsta bólefnið gegn COVID-19 sem prófað var í Bandaríkjunum styrki ónæmiskerfi fólks eins og vísindamenn höfðu vonað og er nú tilbúið til lokaprófanna. Vísindamenn greindu frá niðurstöðunum í dag.

Tilraunabóluefnið var þróað af National Institute of Health og Moderna Inc.

Í mars voru 45 einstaklingar sprautaðir með bóluefninu og í dag fengust þær niðurstöður sem vonast var eftir. Einstaklingarnir 45 mynduðu mótefni í blóði við veirunni eftir að hafa fengið bóluefnið. Myndun mótefnis hjá þeim var svipað og hjá þeim sem hafa læknast af veirunni.

Þann 27. júlí næstkomandi mun rannsóknarteymið taka mikilvægt skref en þá verður bólefnið prófað á 30.000 manns til viðbótar til að sjá hvort að það sé nógu sterkt til að verja fólk gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvenær niðurstöður úr rannsókninni munu liggja fyrir en vonandi í lok árs segir í frétt AP.

„Sama hvernig þú lítur á þetta, þá eru þetta góðar fréttir,“ segir Dr. Anthony Fauci, helsti sérfræðingur bandarískra stjórnvalda í smitsjúkdómum, við AP fréttastofuna.

Bóluefninu er sprautað tvisvar í einstaklinga með mánaðar millibili. Engar hliðarverkanir greindust í prófuninni en einhverjir fundu fyrir einkennum flensu sem telst algengt við bólusetningu.