Niður­stöður rann­sóknar um bólu­efni Pfizer og BioN­Tech gegn CO­VID-19, Comirnaty, benda til að bólu­efnið virki gegn nýju af­brigði veirunnar sem varð fyrst vart í Brasilíu en niður­stöðurnar voru birtar í lækna­ritinu New Eng­land Journal of Medicine í gær.

Rann­sóknin var fram­kvæmd af vísinda­mönnum við læknis­fræði­deild Há­skólans í Texas, auk Pfizer og BioN­Tech, en að sögn vísinda­mannanna er virknin bólu­efnisins á nýju af­brigðin svipuð og á minna smitandi af­brigði sem hafa komið upp síðast­liðið ár.

Virkar einnig á önnur afbrigði

Ný af­brigði veirunnar, til að mynda það brasilíska, hafa reynst veru­lega skæð víða um heim og önnur bólu­efni hafa hingað til ekki haft mikil á­hrif á þau af­brigði. Rann­sóknir hafa sýnt að virkni bólu­efna sé mun minni þegar kemur að þeim af­brigðum, og í sumum til­fellum er virknin lítil sem engin.

Fyrri rann­sóknir á bólu­efni Pfizer hafa sýnt fram á að bólu­efnið virki einnig vel á af­brigðin sem varð fyrst vart í Bret­landi og í Suður-Afríku en þó gæti bólu­efnið fram­kallað minna mót­efna­svar þegar kemur að suður-ameríska af­brigðinu.

Að því er kemur fram í frétt Reu­ters um málið telur Pfizer að það sé mjög lík­legt að bólu­efnið veiti vernd gegn suður-afríska af­brigðinu en það sé einnig verið að skoða hvort þriðji skammturinn af bólu­efninu gæti hjálpað til.