Út­lit er fyrir að hægt verði að fá bólu­efni fyrir kanínur gegn smitandi lifrar­drepi til landsins í byrjun maí. Veiran hefur herjað á villtan kanínu­hóp Elliða­ár­dalsins og orðið fjölda kanína að bana.

Lifrar­drepinu veldur bráð­smitandi veira sem lifir lengi í um­hverfi og getur borist víða með fuglum og fólki. Því getur verið erfitt að verjast því að hún berist inn á heimili eða kanínu­bú í landinu. Greint var frá því í lok síðasta mánaðar að smit hefði greinst í kanínum í Elliða­ár­dal og var þess í kjöl­farið biðlað til kanínu­eig­enda á landinu að passa vel að smit bærist ekki til þeirra.

Veiran hefur einu sinni áður komið upp á landinu, árið 2002, og þá ein­mitt innan kanínu­búa og á heimilum. Hún greindist nú í fyrsta skipti í villtum dýrum hér­lendis.

Sam­kvæmt til­kynningu frá Dýra­spítalanum í Víði­dal er nú út­lit fyrir að bólu­efni berist til landsins í byrjun maí. Bólu­setning er öruggasta leiðin til að fyrir­byggja sjúk­dóminn hjá kanínum en fáar þeirra sem sýkjast geta lifað hann af.

„Æski­legt er að þeir sem hyggjast bólu­setja hafi sem sam­band við sinn dýra­lækni fyrir 30. apríl, svo hægt sé að á­ætla hvað er þörf á að panta mikið magn af bólu­efni til landsins,“ segir í til­kynningu dýra­spítalans.

Varðandi smitandi lifrardrep í kanínum. Kæru kanínueigendur Nú lítur út fyrir að það verði hægt að fá bóluefni gegn...

Posted by Dýraspítalinn Í Víðidal Ehf on Friday, April 24, 2020