Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur fengið umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir COVID-19 bóluefni sem framleitt er af lyfjafyrirtækinu AstraZeneca og Oxford-háskóla. Bóluefnið verður metið í flýtimati. Frá þessu er greint á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu í dag.
Þar segir að skoðun um skilyrt markaðsleyfi gæti verið birt fyrir þann 29. janúar á fundi vísindanefndar fyrir lyf fyrir mannfólk gefið að upplýsingar sem verða komnar fram um gæði, öryggi og skilvirkni lyfsins séu nægilega sterk og að öll önnur gögn sem þau gætu þurfti verði afhent án tafar.
Í tilkynningunni segir að svo stuttur tímarammi fyrir lyfið sé aðeins mögulegur því Lyfjastofnun Evrópu hafi þegar skoðað ýmis gögn í áfangamati [e. rolling review]. Í því mati voru greind gögn frá rannsóknastofu, gögn um gæði lyfsins, um innihald og framleiðsluna og einhver gögn um öryggi og skilvirkni þess frá hópunargreiningu frá bráðabirgðagreiningu frá fjórum yfirstandandi klínískum tilraunum í Bretlandi, Brasilíu og Suður-Afríku.