Vel­ferðar­nefnd Al­þingis á­kvað í morgun að samningar ís­lenska ríkisins, ESB og fram­leiðanda bólu­efna við CO­VID-19 verða skoðaðir í sér­stöku her­bergi á nefndar­sviði Al­þingis. Þetta kemur fram í frétt mbl.is.

Helga Vala Helga­dóttir, for­maður Vel­ferðar­nefndar, segir að í stað þess að sitja saman á fundi og fara yfir göngin var þetta á­kveðið þar sem les­efnið er ekki raf­rænt. Þá sé það einnig það flókið að það verður ekki af­greitt á einum fundi en svona fyrir­komu­lag hefur áður verið við sam­bæri­legar að­stæður.

Um er að ræða fimm samninga Ís­lands við fram­leið­endur bólu­efna, samninga Ís­lands við ESB og samninga ESB við fram­leið­endur. Trúnaður ríki um samningana.

Þegar lestri nefndar­manna er lokið verða full­trúar heil­brigðis­ráðu­neytisins boðaðir á fund nefndarinnar.