Búið er að dreifa um 1,8 milljörðum skammta af bóluefnum gegn Covid-19 um heiminn í dag og innan við eitt prósent af því hafa farið til fátækari ríkja heimsins, segir Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi.

„Þetta er bara mjög raunsannur spegill á heiminn í dag,“ segir hún. Ríku heimin tryggi sína hagsmuni fyrst og svo fær restin „restarnar“.

Bóluefni gegn Covid-19 eru í mikilli umferð hjá stórum hluta heimsins og vel gengur víða að ná niður faraldrinum í ríkari hluta hans. Í enn stærri hluta jarðar, í löndum í Asíu, Afríku og Suður Ameríku er allt aðra sögu að segja.

Í nágrennin Gomaborgar í Austur Kongó vorið 2021. Börn frá Goma á vergangi vegna eldgoss. Búist er við að Covid muni herja enn harðar á íbúana á næstunni.
Mynd/AFP

„Núna bara um helgina las ég að það eru áhyggjur af því að faraldurinn sé að fara á flug í Kongó,“ segir Birna, og það yrðu „hamfarir á hamfarir ofan,“ eins og hún orðar það. Hún nefnir líka Indland og þá sjón sem blasir við þegar faraldurinn „... fer á firnaflug í ríkjum með slæmt heilbrigðiskerfi.“

Risabóluefnaframleiðandinn Serum Institute of India hefur sagst ekkert bóluefni fara úr landi fyrir næstu áramót. Mjög hefur hægt á framleiðslunni vegna faraldursins sem hefur leikið Indland hryllilega.
Mynd/AFP

Einn stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum er einmitt á Indlandi, fyrirtæki sem heitir Serum Institute of India. Mjög hægði á framleiðslu og dreifingu þess á bóluefni gegn Covid vegna þess neyðarástands sem hefur skapast í landinu. Serum Institute hefur lýst því yfir það muni ekki flytja út bóluefni utan Indlands það sem eftir er ársins.“ Allt bendir því til að staðan muni versna enn frekar, segir Birna sem greindi á Fréttavaktinni á Hringbraut frá stöðunni á Covid-faraldrinum um veröldina.

Nepal, Perú og Kólumbía

Í máli hennar kemur fram að staðan versni nú um mundir í Suðaustur-Asíu, ekki bara Indlandi heldur einnig í nágrannaríkjum eins og Nepal og svo líka í sunnarverðri Ameríku. Mjög slæm tíðindi berast bæði frá Perú og Kólumbíu og löndum þar um kring.

Þess er vænst að slæm staða í þessum hlutum heimsins muni versna enn meira áður en nokkuð fer að úr rætast segir Birna.

„Ég held að það sé óhætt að segja það.“