Innlent

„Boltinn er hjá stjórn Hörpu“

Formaður VR og forstjóri Hörpu funduðu í dag um mál um 20 þjónustufulltrúa tónlistarhússins, sem sagt hafa upp á síðustu vikum. Að sögn formanns VR gekk fundurinn vel og boltinn er nú hjá stjórn Hörpu.

Nær allir þjónustufulltrúar Hörpu hafa sagt upp störfum Mynd/Samsett.

Fundur Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, í dag gekk vel og boltinn er nú hjá stjórn Hörpu að sögn Ragnars. Svanhildur óskaði eftir fundi með Ragnari eftir að um 20 þjónustufulltrúar tónlistarhússins sögðu upp störfum þegar þeim ofbauð það að Svanhildur fengi um 20 prósenta launahækkun á meðan þeim var gert að taka á sig launalækkun.

„Þetta var bara mjög góður fundur. Það var bara farið yfir málið frá A til Ö,“ segir Ragnar Þór í samtali við Fréttablaðið í kvöld. „Við reyndum að nálgast málið svona á lausnarmiðaðan hátt og fórum yfir hvað við teldum að þyrfti til að leysa þetta,“ segir Ragnar.

Að hans sögn er því næsta skref því að bíða eftir að Svanhildur fái að funda með stjórn Hörpu um mál þjónustufulltrúanna og sjá hvað kemur úr því. „Boltinn er hjá stjórn Hörpu,“ segir Ragnar sem kveðst vera jákvæðari eftir fundinn en hann var fyrir hann. „Við náðum að hreinsa andrúmsloftið. Ég vona bara að stjórnin leysi þetta sem fyrst því öll bið í málinu er mjög óheppileg.“

Nær allir þjónustufulltrúar Hörpu, eða í kringum tuttugu hafa sagt upp störfum á síðustu vikum, en hyggjast starfa út uppsagnarfrestinn. Ragnar fundaði með hópnum á mánudaginn og segir hann það hafa verið einstaklega ánægjulegt, enda hópurinn samheldinn og glæsilegur að hans mati. Aðspurður kveðst Ragnar ekki vita hvort fleiri séu að íhuga uppsagnir en líkt og staðan er í dag er málið í biðstöðu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Þjónustu­full­trúar Hörpu þakka stuðninginn

Kjaramál

Starfs­mönnum Hörpu var gert að sam­þykkja launa­lækkun

Innlent

Fulltrúar Hörpu og VR funda í næstu viku

Auglýsing

Nýjast

Hand­tek­inn á flótt­a eft­ir að hafa hót­að Trump líf­lát­i

Leggj­a fram frum­­varp um refs­ing­ar fyr­ir tálm­un á ný

Um­deild „ung­frú Hitler“ keppni fjar­lægð af netinu

Sam­þykkir að bera vitni gegn Kavan­augh

Á þriðja tug látinn eftir skot­hríð á her­sýningu í Íran

Skoðaði ekki sjúkra­skrá sér til skemmtunar eða fyrir for­vitni

Auglýsing