Bóka­út­gef­endum á Ís­landi blöskrar sú sprenging sem orðið hefur á starf­semi Hljóð­bóka­safns Ís­lands á síðast­liðnum árum. Not­endur Hljóð­bóka­safnsins eru tals­vert fleiri en á ná­granna­löndum miðað við höfða­tölu og leggja út­gef­endur til að tryggja rétt­höfum tíma­bil, minnst þrjá mánuði, frá út­gáfu bókar á pappír þar til safnið gefi hana út sem hljóð­bók. 

„Á árum áður ríkti sátt um þessa starf­semi enda var hún þá innan eðli­legra marka. Lán­þegar og út­lána­fjöldi er nú langt um­fram nokkuð annað land í heiminum miðað við höfða­tölu,“ segir Heiðar Ingi Svans­son, for­maður Fé­lags ís­lenskra bóka­út­gefanda. 

Grunur um ó­lög­lega dreifingu 

Heiðar Ingi segir að lán­þegum sé boðið að hala öllu efni safnsins niður sem valdið hefur fjölgun á ó­lög­lega dreifðu efni. Á vef­síðu Hljóð­bóka­safnsins kemur fram að mögu­legt sé að rekja dreifingu á ó­lög­legum síðum. 

„Bækur Hljóð­bóka­safns Ís­lands hafa verið kóðaðar frá árinu 2014, þannig er mögu­legt að rekja dreifingu á ó­lög­legum síðum. Flestir lán­þegar nálgast efni safnsins í gegnum streymi á heima­síðu safnsins, sem er vel varin gegn tölvu­á­rásum og inn­brotum og sí­fellt er unnið að endur­bótum.“ 

Einar Hrafns­son, for­stöðu­maður Hljóð­bóka­safnsins, segir að fáir not­endur mis­noti að­ganginn. 

„Þetta eru færri en tíu manns. Við brýnum fyrir fólki og við tölum við fólk. Það er mikið af fólki sem bjargar sér ekki á tölvu eða síma. Það er ein­hver aðili í fjöl­skyldunni sem hjálpar með niður­halið og setur yfir á símann. Engum hefur tekist að hafa stjórn á net­sam­skiptum, ekki einu sinni stærstu fyrir­tæki í heimi eins og Sony.“  Hljóð­bóka­safnið óski þess að allir sem noti safnið láti ekki frá sér upp­lýsingar eða láni öðrum að­gang. 

„Við höfum látið duga að tala við fólk, sent bréf, látið þau vita að við vitum af þessu og höfum lokað að­gangi.“ 

Ekki skylda að hafa sam­band við höfunda né for­lög  

Pétur Már Ólafs­son, út­gáfu­stjóri Bjarts, segir það sér­kenni­legt að allir á­skrif­endur hjá Hljóð­bóka­safninu geti nálgast sömu bók á sömu stundu án þess að nokkur fái greitt fyrir það. 

„Hljóð­bóka­safnið tekur upp bækur og lánar tak­marka­laust út án þess að nokkur fái greitt fyrir, nema höfundur sem fær mála­mynda­greiðslur.“ Sagði Pétur Már í sam­tali við Frétta­blaðið.  Á vef­síðu safnsins kemur einnig fram að safninu beri ekki skylda til að hafa sam­band við höfunda eða for­lög áður en bækurnar eru lesnar inn en að slíkt fyrir­komu­lag myndi kalla á mjög aukin um­svif og vinnu. 

Til samanburðar borgar Stor­ytel höfundum fyrir hvert streymi á hljóð- og raf­bókum. „Það er samningur í gildi milli út­gef­enda og höfunda og við förum eftir þeim samningi,“ segir Stefán Hjör­leifs­son hjá Stor­ytel, Ís­landi. 

„Þetta byggir á hlustunum. Þegar búið er að hlusta á eina bók þá verður til eitt ein­tak sem er gert upp til upp­gjörs. Ef bókin er 600 mínútur á lengd, um leið og einn notandi eða allir not­endur hafa hlustað á 600 mínútur verður til eitt ein­tak. Fegurðin í módelinu okkar að ef hlustað er á barna­bók tíu sinnum þá borgum við fyrir tíu ein­tök.“ 

Tals­vert fleiri not­endur á Ís­landi miðað við ná­granna­lönd 

Virkir not­endur Hljóð­bóka­safnsins árið 2018 voru 12,441. Til samanburða voru 10,613 not­endur árið 2017. Fjöldi út­lána árið 2017 var 223,193, sem þýðir að allir not­endur Hljóð­bóka­safnsins hlustuðu að meðal­tali á 21 bækur á ári. Lengd hverrar hljóð­bókar er mis­munandi en ef miðað er við lengd Brúðunnar (12klst og 4 mínútur) eftir Yrsu, sem er ein vin­sælasta bókin á Hljóð­bóka­safninu, þá var hver notandi að hlusta á 253 klukku­stundir og 24 mínútur af efni á árinu 2017. 

Fé­lag ís­lenskra bóka­út­gef­enda lagði fram til­lögu til Hljóð­bóka­safnsins um að tryggja rétt­höfum tíma­bil, minnst þrjá mánuði, frá út­gáfu bókar á pappír þar til safnið gefi hana út sem hljóð­bók. Þá vilja út­gef­endur gerast aðilar að samningi mennta- og menningar­mála­ráða­neytisins sem nú er í gildi milli Rit­höfunda­sam­bands Ís­lands og Hljóð­bóka­safnsins og fái greiðslur eins og tíðkast hefur á Norður­löndum. 

Starf­semi og hlut­verk Hljóð­bóka­safns Ís­lands byggir á 19 gr. höfundar­laga, bóka­safns­lögum, samningi Sam­einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og samningi mennta­mála­ráðu­neytisins og Rit­höfunda­sam­bands Ís­lands. Þessi lög og samningar heimili Hljóð­bóka­safninu að gefa út allt höfundar­réttar­varið efni sem gefið er út á Ís­landi á að­gengi­legu formi til út­lána til þeirra sem ekki geta lesið með hefð­bundnum hætti. 

Segja Hljóð­bóka­safnið sæta dylgjum og róg­burði 

Málið hefur lengi verið um­deilt en í fyrra sendi Blindra­fé­lag Ís­lands frá sér á­lyktun þar sem ís­lensk stjórn­völd voru hvött til þess að standa vörð um starf­semi Hljóð­bóka­safnsins. Þá segir í á­lyktuninni að Hljóð­bóka­safnið hafi þurft að sæta al­var­legum á­sökunum um ó­lög­lega dreifingu.  Hver höfundur fær 31.810 króna ein­greiðslu fyrir hvert rit­verk sem Hljóð­bóka­safnið les inn og dreifir til lán­þega sinna. Greiðslan er án til­lits til þess hversu mörg ein­tök eru fram­leidd af upp­tökunum. Þetta kemur fram í samningi sem gerður var af Mennta­mála­ráðu­neytinu fyrir hönd Blindra­bóka­safns Ís­lands og Rit­höfunda­sam­bands Ís­lands.