Ein dular­fyllsta ráð­gáta bók­mennta­heimsins um þessar mundir kann að vera leyst því bóka­þjófurinn sem herjað hefur á rit­höfunda, út­gef­endur og ýmsa aðra í al­þjóð­lega út­gáfu­bransanum undan­farin fimm ár hefur að sögn New York Times verið gómaður.

Banda­ríska al­ríkis­lög­reglan FBI hand­tók í gær Filippo Bernardini, 29 ára gamlan ítalskan mann sem starfaði við réttinda­skrif­stofu breska for­lagsins Simon & Schuster fyrir að hafa að sögn „villt á sér heimildir, svikið eða reynt að svíkja hundruð ein­stak­linga“ árum saman og hafst af þeim, ó­út­gefin hand­rit.

Bernardini var hand­tekinn eftir að hann lenti á JFK al­þjóða­flug­vellinum í New York og á­kærður fyrir fjár­svik og auð­kennis­þjófnað í héraðs­dómi suður­hverfis New York borgar.

Tals­maður Simon & Schuster sagði í yfir­lýsingu að út­gáfan væri í á­falli og skelfingu lostinn vegna þeirra á­sakana sem Bernardini stendur frammi fyrir og að honum hefði verið vikið frá störfum á meðan málið er rann­sakað.

„Örugg varð­veisla hug­verka höfunda okkar er al­gjör frum­for­senda fyrir Simon & Schuster, og fyrir alla í út­gáfu­heiminum, við erum þakk­lát FBI fyrir að rann­saka þessi at­vik og að höfða mál gegn hinum meinta geranda,“ segir í yfir­lýsingu út­gáfunnar. Simon & Schuster eru ekki grunaðir um aðild að svindlinu.

Sveik ís­lenska höfunda

Ef Bernardini reynist vera hinn bí­ræfni bóka­þjófur þá er ljóst að svika­myllan hans hefur verið gríðar­lega um­fangs­mikil fyrir einn ein­stak­ling. Rit­höfundar, út­gef­endur, þýð­endur og um­boðs­menn víða um heim, þar á meðal á Ís­landi, hafa lent í klóm bóka­þjófsins sem hefur stolið ó­út­gefnum hand­ritum frá hundruð manns. Meðal þeirra véla­bragða sem hann hefur beitt er að þykjast vera aðilar í út­gáfu­bransanum og búa til net­föng sem eru nánast eins og net­föng þeirra sem hann þóttist vera.

Ís­lenskir rit­höfundar á borð við Fríðu Ís­berg, Einar Kára­son, Hildi Knúts­dóttur, Jónas Reyni Gunnars­son og Björn Hall­dórs­son hafa lent í sigti bóka­þjófsins og þá sendi hann hótun á út­gefanda For­lagsins, Hólm­fríði Úu Matthías­dóttur, síðasta haust sem til­kynnt var til lög­reglu.

Bernardini skildi ekki eftir sig mikla slóð á netinu. Að sögn New York Times er eftir­nafn hans ekki að finna á að­göngum hans á sam­fé­lags­miðlum á borð við Twitter og Lin­kedIn. Á þeim síðar­nefnda kemur fram að Bernardini er með BA gráðu í kín­versku frá Uni­versità Catt­oli­ca í Mílan og meistara­gráðu í út­gáfu­fræðum frá Uni­versity College í London.

Enn margt á huldu

Það vakti at­hygli þeirra sem lentu í svindli bóka­þjófsins að hann virtist hafa mikla þekkingu á al­­þjóð­­lega út­­gáfu­heiminum og notaði gjarnan orð­­færi fag­­fólks í bransanum og sendi tölvu­pósta á fjöl­­mörgum tungu­­mál, þar á meðal ís­­lensku. Þá var svika­myllan svo um­fangs­mikil og teygði anga sína svo víða um heim að sumir töldu ó­mögu­legt að einungis einn maður væri á bak við hana.

Þá fór bóka­þjófurinn ekki í mann­greinar­á­lit og vílaði ekki fyrir sér að ráðast á heims­þekkta höfunda á borð við Margaret Atwood og Ian McEwan jafnt sem byrj­endur og minni spá­menn. Þá þótti það sæta furðu að hann virtist ekki vera að þessu til að græða peninga því lausnar­gjald var aldrei heimtað og hand­ritin sem hann stal skutu heldur ekki upp kollinum á svörtum markaði.

Ljóst er að enn er margt á huldu um málið því þótt kæran út­skýri hvernig Bernardini fór að því að stela hand­ritunum þá er enn ó­upp­lýst af hverju hann gerði það. Í frétta­til­kynningu þar sem hand­takan var kunn­gjörð er haft eftir banda­ríska sak­sóknaranum Damian Willi­ams:

„Þessi raun­veru­lega at­burða­rás verður nú lesin sem varnar­saga og er sögu­fléttan sú að Bernardini mun standa frammi fyrir á­kæru fyrir brot á al­ríkis­lögum vegna mis­gjörða sinna.“