Fjölmiðlar

Boga mis­boðið og fer fram á af­sökunar­beiðni

Bogi Ágústs­son fer fram á af­sökunar­beiðni frá Magnúsi Ragnars­syni, fram­kvæmda­stjóra sölu­sviðs hjá Símanum.

Boga er misboðið útaf ásökunum Magnúsar.

Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV, ætlast til þess að Magnús Ragnarsson. framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Símanum, biðji sig og félaga sína á fréttastofu RÚv afsökunar. Eins og fram hefur komið krafðist Magnús þess að Fjölmiðlanefnd framkvæmdi húsleit í höfuðstöðvum RÚV vegna meintra óeðlilegra tengsla auglýsingasölu og fréttaflutnings.

Félag fréttamanna ályktuðu á aðalfundi sínum, og lýstu yfir furðu sinni á „ómaklegum aðdróttunum“ Magnúsar í garð fréttastofu RÚV. Segir í ályktuninni að ásakanirnar lýsa aðeins „fjörugu ímyndunarafli“ Magnúsar.

Ásakanir Magnúsar snúa einkum að frétt RÚV um Hafnartorg þann 1. október síðastliðinn. Sagði hann í bréfi sínu að um væri að ræða dulda auglýsingu, enda hafði 63 sekúndna auglýsing frá Hafnartorgi birst skömmu fyrir fréttina. Þá segir í bréfinu að fréttin hafi verið óeðlilega löng og óvenjulega mikið í hana lagt.

Einu sinni á 20 ára ferli beðinn um umfjöllun

Í færslu sinni á Facebook segir hann að á 20 ára ferli sínum hjá RÚV hafi aðeins einu sinni komið fyrir að auglýsandi hafi óskað eftir því að fréttastofan fjallaði um vöru sem viðkomandi auglýsti hjá RÚV. „Þessi var nýr í faginu og þekkti ekki vel til, ella hefði hann vitað að fréttaflutningur RÚV er ekki til sölu. Annars kom það aldrei fyrir að auglýsingastofur eða aðrir ætluðust til umfjöllunar í fréttum vegna viðskipta við auglýsingadeild RÚV. Það vissu allir að slíkt gerist ekki,“ skrifar Bogi í færslu sinni.

Bogi deilir einnig færslu sinni inn á Facebook-hópinn Fjölmiðlanördar, og lætur texta fylgja með deilingunni: „Já, mér er misboði.“ Í athugasemdum við deilinguna kveða sér ýmsir til hljóðs, meðal annars almannatengillinn Andrés Jónsson. Segir hann að enginn sem hafi komið nálægt fréttum eða almannatengslum eða kaupum á auglýsingum ætti að halda þetta í raun og veru. „Allir sem falla í þennan flokk vita að þetta er bull,“ ritar Andrés.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fjölmiðlar

Á­sakanirnar lýsi að­eins „fjörugu í­myndunar­afli“ Magnúsar

Fjölmiðlar

Segir fjöl­miðla­nefndina hafa eyði­lagt RÚV-kæru

Innlent

Síminn sakar RÚV um duldar auglýsingar

Auglýsing

Nýjast

„Stefnir í hörðustu átök á vinnu­markaði í ára­tugi“

Loka við Skóga­foss

Borgin segir bless við bláu salernisljósin

Tvö hundruð eldingar á suð­vestur­horninu í gær

Þúsund ætla í Hungur­gönguna

LÍV vísar deilunni til ríkis­sátta­semjara

Auglýsing