Boeing 767 flug­vél Air Canada hefur óskað eftir að nauð­lenda á Adol­fo Suarez Madrid-Bara­jas flug­vellinum í Madrid á Spáni.

Flug­menn óskuðu eftir að fá að nauð­lenda vegna vélarbilunar einungis þrjá­tíu mínútum eftir flug­tak. Um borð eru 128 far­þegar.

Í fréttum af málinu segir að Sam­tök flugtaka á Spáni full­yrði að við flug­tak hafi hluti af lendingar­búnaði vélarinnar brotnað af og brot úr honum lent í einum af hreyfli vélarinnar.

Fyrir einungis nokkrum klukku­stundum varð röskun á flugi frá flug­vellinum þegar dróni sást á flugi við völlinn. Ekki hafa enn fengist frekari upp­lýsingar af málinu eða hvort að bilun vélarinnar tengist því at­viki.

Flug­vélin hring­sólar nú til þess að eyða elds­neyti og létta vélina fyrir lendingu og eru viðbragðsaðilar til staðar á flugvellinum.

Uppfært:

Vélinni var lent klukkan 19.15 að staðartíma á Spáni. Skemmdir höfðu orðið á lendingarbúnaði og var því ákveðið að brenna eldsneyti áður en vélinni yrði lent. Lendingin gekk vel og allir sluppu ómeiddir.