Boeing 767 flugvél Air Canada hefur óskað eftir að nauðlenda á Adolfo Suarez Madrid-Barajas flugvellinum í Madrid á Spáni.
Flugmenn óskuðu eftir að fá að nauðlenda vegna vélarbilunar einungis þrjátíu mínútum eftir flugtak. Um borð eru 128 farþegar.
Í fréttum af málinu segir að Samtök flugtaka á Spáni fullyrði að við flugtak hafi hluti af lendingarbúnaði vélarinnar brotnað af og brot úr honum lent í einum af hreyfli vélarinnar.
Fyrir einungis nokkrum klukkustundum varð röskun á flugi frá flugvellinum þegar dróni sást á flugi við völlinn. Ekki hafa enn fengist frekari upplýsingar af málinu eða hvort að bilun vélarinnar tengist því atviki.
Flugvélin hringsólar nú til þess að eyða eldsneyti og létta vélina fyrir lendingu og eru viðbragðsaðilar til staðar á flugvellinum.
Uppfært:
Vélinni var lent klukkan 19.15 að staðartíma á Spáni. Skemmdir höfðu orðið á lendingarbúnaði og var því ákveðið að brenna eldsneyti áður en vélinni yrði lent. Lendingin gekk vel og allir sluppu ómeiddir.