Banda­ríski flug­véla­fram­leiðandinn Boeing hefur til­kynnt að til standi að ráða hundruð tíma­bundinna starfs­manna í þann mund sem fyrir­tækið býr sig undir að gang­setja Boeing 737 Max 8 vélarnar að nýju eftir margra mánaða kyrr­setningu. Þetta kemur fram í um­fjöllun Seatt­le Times.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint í­trekað frá hafa flug­vélarnar af þessari gerð verið kyrr­settar undan­farna mánuði eftir að fjöldi galla kom í ljós meðal annars í sjálf­stýringu vélarinnar sem koma átti í veg fyrir of­ris. Er gallinn meðal annars talinn hafa skipt sköpum í tveimur mann­skæðum flug­slysum á Indónesíu og í Eþíópíu.

Ljóst er að þegar flug­mála­yfir­völd munu gefa grænt ljós á að vélarnar fljúgi að nýju mun þurfa að upp­færa stýri­kerfi vélanna. Þarf því að ráð fjölda flug­virkja sem og annarra tækni­fræðinga og ætlar fyrir­tækið að bjóða starfs­fólkinu upp á hús­næði og matar­pening. Gert er ráð fyrir því að starfs­fólkið vinni við höfuð­stöðvar fyrir­tækisins að Moses Lake í Was­hington.

Í um­fjöllun banda­ríska miðilsins kemur fram að ekki ein­vörðungu muni þurfa að upp­færa stýri­kerfi vélanna heldur muni þurfa að yfir­færa allan véla­búnað auk annarra kerfa vélanna. Er þörf á því þar sem vélarnar hafi verið kyrr­settar og ekki í notkun í svo langan tíma, eða rúma sex mánuði.

Búist er við því að flug­mála­yfir­völd muni skoða vélarnar að nýju og lag­færingar fyirr­tækisins í næsta mánuði. Býst fyrirtækið við því að vélarnar gætu fengið grænt ljós til flugtöku að nýju einungis mánuði síðar, eða í október, ef leyfi gefst. Þá gætu fyrstu vélarnar verið komnar í loftið einungis örfáum vikum síðar.