Band­a­rísk­i flug­vél­a­fram­leið­and­inn Bo­eing hef­ur sam­þykkt að greið­a hið minnst­a 17 millj­ón­ir doll­ar­a í sekt vegn­a fram­leiðsl­u á 737 MAX-vél­um og bæta úr af fjöld­a af göll­um á vél­inn­i. Flug­vél­ar af þess­ar­i gerð voru kyrr­sett­ar um all­an heim eft­ir tvö flug­slys árið 2018 og 2019 þar sem 346 fór­ust vegn­a gall­a í bún­að­i vél­ar­inn­ar.

Bo­eing greið­ir band­a­rísk­a flug­mál­a­eft­ir­lit­in­u FAA sekt­irn­ar og sam­kvæmt því sett­i fyr­ir­tæk­ið bún­að á 759 MAX og NG-flug­vél­ar sem var ekki sam­þykkt­ur fyr­ir vél­arn­ar; send­i 178 MAX-vél­ar í flug­próf með bún­að um borð sem hugs­an­leg­a var ekki sam­þykkt­ur; og merkt­i hann ekki í sam­ræm­i við regl­ur.

Sekt­in verð­ur greidd inn­an 30 daga sam­kvæmt sam­kom­u­lag­i Bo­eing og FAA. Verð­i hún ekki greidd á þeim tíma munu 10 millj­ón­ir doll­ar­a bæt­ast við. Upp­haf­leg­a átti sekt­in að hljóð­a upp á 25 millj­ón­ir doll­ar­a.
„Að tryggj­a ör­ygg­i flug­far­þeg­a er helst­a á­byrgð okk­ar. Það er ekki um­semj­an­legt og flug­mál­a­eft­ir­lit­ið mun tryggj­a að Bo­eing og flug­iðn­að­ur­inn sé á­byrg­ur og trygg­i ör­ygg­i flug­sam­gangn­a,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­u frá FAA.