Brauðgerðin Myllan hefur tilkynnt viðskiptavinum sínum að vörur fyrirtækisins muni hækka um 2,7%, verði nýgerðirkjarasamningar samþykktir. Þetta kemur fram í pósti frá fyrirtækinu.

Fram kemur að væntanlegar launahækkanir sem taka eiga gildi frá 1. apríl muni hafa mikil áhrif á fyrirtæki eins og Mylluna. Því sé óhjákvæmilegt að komast hjá verðbreytingu, eins og það er orðað.

„Verðbreytingar þessar taka gildi þriðjudaginn 1. maí næstkomandi með fyrirvara um samþykki kjarasamninga. Verðlistar verða sendir út fljótlega eftir páska.“