Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands, vill beina spjótum sínum að rúss­neskum kola- og olíu­iðnaði nú þegar fréttir af voða­verkum Rússa í Úkraínu berast.

Ljóst þykir að Rússar hafi framið stríðs­glæpi gegn ó­breyttum borgurum, meðal annars í Bucha þar sem fjöl­mörg lík hafa fundist á víð og dreif um götur bæjarins.

Macron hefur kallað eftir því að Rússar verði beittir frekari þvingunum. Segir hann við AFP-frétta­veituna að það yrði „sér­stak­lega sárs­auka­fullt“ fyrir Rússa ef að­gerðir myndu beinast að kola- og olíu­út­flutningi Rúss­lands. Þá segir hann mögu­leika á að rúss­neskir auð­menn verði beittir frekari þvingunum.

Í frétt BBC er bent á að Macron hafi ekki minnst á að banna inn­flutning á rúss­nesku gasi. Um 40% af því gasi sem þjóðir Evrópu­sam­bandsins reiða sig á kemur frá Rúss­landi og því ljóst að miklir hags­munir eru undir þar.

Rúss­nesk yfir­völd hafa þver­tekið fyrir það að hafa framið stríðs­glæpi í Úkraínu og sagði utan­ríkis­ráðu­neyti landsins í gær að um væri að ræða á­róður gegn Rússum. Macron segir þó aug­ljósar vís­bendingar um að Rússar hefðu gerst sekir um stríðs­glæpi í landinu.

Lík óbreytts borgara í Bucha skammt frá höfuðborginni Kíev.
Mynd/EPA