Þór­ólf­ur Guðna­­son, sótt­varna­læknir, hefur skilað inn til­lögum til lang­tíma­að­gerða í bar­áttunni við Co­vid far­aldurinn og tel­ur ó­lík­legt að Land­spítalinn muni þola það álag til lengdar sem fylgi því að um 100 smit greinist innan­lands á hverjum degi.

Björn Ingi Hrafns­son, rit­stjóri Viljans, ræddi við Þór­ólf og Kára Stefáns­son, for­stjóra Ís­lenskrar erfða­greiningar, í við­tali sem hann birti á Face­book í kvöld.

„Frá mín­um bæj­ar­­dyr­um er ekk­ert annað í stöðunni en að gera það og von­ast til að við náum tök­um á henni mjög fljótt og för­um þá að hugsa til lengri tíma og ég hef skilað til­­lög­um til ráð­herra um lang­­tíma­að­gerðir og ég held að við verðum að búa við, sér­­stak­­lega að­gerðir á landa­­mær­un­um til að tak­­marka komu veirunn­ar en ein­hverj­ar tak­­mark­an­ir þurf­um við líka að hafa hér inn­an­lands held ég. Við sáum hvað gerðist í júlí þegar við af­­nám­um all­ar tak­­mark­an­ir inn­an­lands,“ segir Þór­ólfur.

Þá segir hann ekkert benda til þess að far­aldurinn sé að niður­leið á Ís­landi heldur sé hann þver á móti í „línu­legum vexti“.

Grípa til að­gerða ef Land­spítali sendir neyðar­kall

Þór­ólfur segir að grípa verði til að­gerða ef Land­spítalinn sendir frá sér neyðar­kall, sem sé ekki ó­lík­legt að hann muni gera í ljósi út­breiðslu veirunnar í sam­fé­laginu.

„Ef spít­al­inn kem­ur með sitt neyðar­kall þá sé ég ekk­ert í stöðunni en að koma með harðari að­gerðir sem við höf­um þurft að nota fyrr til að grípa til. Ég minni á það líka að það er neyðar­úr­ræði að þurfa að gera það en ég tel ekk­ert annað í stöðunni ef það er orðið það þröngt og það erfitt að það er farið að koma niður á öðrum sjúk­linga­hóp­um. Þá er ekki um neitt annað að ræða og við erum kannski ekki að sjá bylgj­una fara niður og það eru eng­in merki um að hún sé að fara niður. Hún er nokkuð stöðug, það er í línu­­leg­um vexti,“ seg­ir Þór­ólf­ur.