Odd­ný G. Harðar­dóttir, for­maður þing­flokks Sam­fylkingarinnar, spurði Kristján Þór Júlíus­son sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra um að­gerðir vegna upp­ljóstrana Kveiks, Al Jazeera og Wiki­Leaks 12. nóvember 2019 um meinta ó­lög­mæta starf­semi Sam­herja í Namibíu. Fyrir­tækið hefur verið sakað um mútu­greiðslur, skatt­svik og peninga­þvætti. Þessa spurningu bar hún upp í ó­undir­búnum fyrir­spurnum á Al­þingi í dag.

Hún sagði að dökka mynd verið dregna upp af starf­­semi Sam­herja í um­­fjöllun um­­rædda fjöl­­miðla. Fyrir­­­tækið hefði hagnast um meira en 100 milljarða á tíu árum og teygt anga sína inn í starf­­semi ó­­­tengda sjávar­­út­vegi.

Á fundi ríkis­stjórnarinnar 19. nóvember 2019 á­kvað ríkis­stjórnin að ráðast í að­gerðir til að efla traust á ís­lensku at­vinnu­lífi. Sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra ætlaði síðan að hafa frum­kvæði að því að Mat­væla- og land­búnaðar­stofnun Sam­einuðu þjóðanna (FAO) fram­kvæmdi út­tekt á við­skipta­háttum sjávar­út­vegs­fyrir­tækja sem stunda veiðar og versla með fisk­veiði­heimildir, til að mynda í þróunar­löndum. Á grund­velli þeirrar út­tektar átti stofnunin að vinna til­lögur til úr­bóta í sam­vinnu við aðrar al­þjóð­legar stofnanir sem vinna gegn spillingu, mútum og peninga­þvætti.

„Síðan eru liðnir 453 dagar. Ég hef haft spurnir hafa því að samningar að stofnunina hafi tafist vegna CO­VID-19 og gagna­söfnunar og standi enn yfir,“ sagði Odd­ný, Hún spurði ráð­herra hvers vegna ekki væri búið að semja um úr­vinnslu og og til­lögu­gerð um að­gerðir gegn peninga­þvætti, mútum og spillingu.

Enn væri ó­ljóst hve­nær svara væri að vænta frá FAO og innti Odd­ný ráð­herra eftir svörum um hvort hefði verið gripið til að­gerða vegna Sam­herja­málsins og hvaða að­gerðir væru í far­vatninu. Væri verið að vinna gegn spillingu og þeirri hættu sem fólgin væri í að hennar mati að út­gerðar­menn fengu að­gang að stórum hluta fisk­veiði­auð­lindarinnar og „öðlast með honum völd í sam­fé­laginu og mikla fjár­muni?“

Kristján svaraði að um tvö mál væri að ræða. Yfir­­­lýsing ríkis­­stjórnar 2019 eftir um­­fjöllun um starf­­semi Sam­herja í Namibíu í fjöl­­miðlum hafi hrundið af stað að­­gerðum vegna málsins og þær gengu á­­gæt­­lega að hans sögn. Tafir hafi orðið á sam­­starfi við FAO, af ýmsum á­­stæðum og hann vissi ekki hver staðan væri á því í dag. Hann hefði hins vegar verið að ýta á eftir því. Ráð­herra og starfs­­fólk ráðu­neytisins væri að fullnustu sam­komu­lags en hversu langt það verk­efni væri komið væri ó­­­ljóst enn sem komið er. Hann myndi hins vegar koma upp­­­lýsingum til Odd­nýjar varðandi stöðu þess verk­efnis þegar þær lægju fyrir.

Ítrekað bent á of sterk áhrif yfir fiskveiðiauðlindinni

Odd­ný svaraði að í yfir­­­lýsingu ríkis­­stjórnarinnar frá 19. nóvember hefði komið fram að nauð­syn­legt væri að endur­­­skoða lög um stjórn fisk­veiða svo reglur um há­­marks­­afla væru skýrar eins og lögin hafi verið túlkuð. „Það má einn aðili ráða yfir 12% kvótans og því til við­bótar eiga 49% hlut í öllum hinum fyrir­­­tækjunum sem ráða yfir þeim 88% sem standa út af standa,“ sagði Odd­ný.

Hún segir að í­trekað hafi verið bent á að of sterk á­hrif á­­­kveðinna aðila yfir fisk­veiði­auð­lindinni gætu verið skað­­­leg, út­­gerðar­­fyrir­­­tæki gætu haft of mikil á­hrif á stjórn­völd og unnið gegn al­manna­hag. Odd­ný spurði hve­­­nær væri von á nýjum lögum gegn aukinni sam­­­þjöppun í sjávar­­­út­vegi, sem veittu meira gegn­­­sæi og auð­veldaði Fiski­­­stofu að sinna eftir­­­lits­­­skyldu sinni.

Kristján svaraði að tekið yrði á því máli í sam­ræmi við yfir­lýsinguna frá 19. nóvember 209. Hann gerir ráð fyrir að frum­varp um raun­veru­leg yfir­ráð tengdra aðila verði sett inn á sam­ráðs­gátt ríkis­stjórnarinnar síðar í þessari viku.

Hann nefndi sem dæmi að Fiski­stofa hafi „kvartað undan því að það hefði ekki verið gerð ein einasta til­raun síðast­liðin tíu ár til að taka á því að skil­greina hvað fælist í raun­veru­legum yfir­ráðum eða tengdum aðilum en það er von á því frum­varpi innan tíðar. Þá tekur til máls átti. verið gerð nein til­raun síðast­liðinn ára­tug til að taka á raun­veru­legum eig­endum sjávar­út­vegs­fyrir­tækjum.“