Forsætisráðherra Breta, Boris Johnson, segist ætla að koma í veg fyrir að Omíkron-afbrigði Covid-veirunnar nái að lama breskt samfélag án þess að takmarkanir verði hertar frekar.
Einn liður í þeirri áætlun er að um 100.000 lykilstarfsmenn taki daglega próf til að kanna hvort þeir séu smitaðir af veirunni. Þeirra á meðal eru starfsmenn við landamæravörslu og fólk í matvæla- og samgöngugeiranum.

Forsætisráðherrann sagði í gær góðar líkur á að ekki þyrfti að leggja til frekari aðgerðir innan Bretlandseyja.