Mette Frederik­sen, for­sætis­ráð­herra Dan­merkur, hefur boðað þing­kosningar 1. nóvember næst­komandi, ári áður en nú­verandi kjör­tíma­bil átti upp­haf­lega að ljúka. Kosið var síðast til fjögurra ára árið 2019. Danska ríkis­sjón­varpið greindi frá þessu.

Flokkur hennar, Jafnaðar­manna­flokkurinn, stefnir á að mynda breiða ríkis­stjórn sem verður sett saman af flokkum beggja megin við miðjuna í dönskum stjórn­málum. Sú ríkis­stjórn yrði ólík þeirri sem starfar núna, en Jafnaðar­manna­flokkurinn er einn í ríkis­stjórn á meðan aðrir flokkar verja hann van­trausti.

„Í Jafnaðar­manna­flokknum förum við í kosningar með jafnaðar­manna­stefnu, eins og þið þekkið. En við erum til­búin fyrir bæði mála­miðlanir og sam­vinnu. Vegna þess að á þeim erfiðu tímum sem við lifum á, með þeim erfið­leikum sem heimurinn stendur frammi fyrir og krísur hver af annarri, er kominn tími á að prófa nýtt stjórnar­far, sagði Frederik­sen á blaða­manna­fundi þegar hún til­kynnti kosningarnar.

Mette Frederiksen stefnir á að mynda breiða ríkisstjórn eftir kosningarnar.
Fréttablaðið/EPA

Til­kynning sem lá í loftinu

Til­kynningin um að boðað yrði til kosningarnar lá í loftinu, því Rót­tæki vinstri­flokkurinn hafði boðað van­trausts­til­lögu sem hefði verið kosið um á morgun í danska þinginu.

Frederik­sen sagði meiri­hluta þingsins vilja þessar kosningar, þrátt fyrir að það væri ein­kenni­legt að halda þær í miðri öryggis-, orku- og efna­hags­krísu.

Rót­tæki vinstri­flokkurinn hafði talað um kosningar í ein­hvern tíma, nánar til­tekið síðan danska ríkis­stjórnin lét lóga nánast öllum minnkum í landinu vegna ótta af dreifingu kórónu­veirunnar. Síðar kom í ljós að ríkis­stjórnin hafði ekki leyfi til að grípa til þeirra rót­tæku að­gerða að lóga nánast öllum minnkum í Dan­mörku.

Öryggi helsta um­ræðu­efni kosninganna

„Þing­kosningarnar í ár verða öryggis­kosningar. Öryggi fyrir ein­stak­linginn, fyrir fjöl­skyldur, fjár­hag og dag­legt líf. Á­samt öryggi fyrir Dan­mörku, Evrópu og heiminn.“

Ég er stolt að þeim árangri sem þessi ríkis­stjórn hefur náð á meira en þremur árum. Það sem við sögðum fyrir kosningar höfum við gert eftir kosningar. Núna erum við að biðja um nýtt um­boð,“ sagði Frederik­sen.