Al­manna­varnir og em­bætti land­læknis boða til upp­lýsinga­fundar á morgun kl. 11:00 vegna stöðunnar í far­aldrinum vegna CO­VID-19 hér á landi. Þetta kemur fram í stuttri til­kynningu.

Eins og fram hefur komið hafa tugir smita greinst hér innan­lands síðustu daga. Bæði Víðir Reynis­son og Þór­ólfur Guðna­son lýstu yfir miklum á­hyggjum af stöðunni í sam­tali við Frétta­blaðið í dag.

Í til­kynningu al­manna­varna kemur fram að Þór­ólfur og Víðir verði til svara á fundinum á morgun. Þá kemur fram að ekki hafi verið á­kveðið að svo stöddu hver fram­hald upp­lýsinga­fundanna verður.

Þegar mest var voru upp­lýsinga­fundirnir einu sinni á dag. Síðast hafði þeim verið fækkað í tvisvar í viku, mánu­daga og fimmtu­daga. Engir upp­lýsinga­fundir hafa farið fram síðustu vikur, eftir fækkun smita í upp­hafi sumars.