Al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra og em­bætti land­læknis hafa boðað til upp­lýsinga­fundar klukkan 11 í dag vegna stöðu CO­VID-19. Um er að ræða auka upp­lýsinga­fund þar sem smit helgarinnar verða lík­legast tekin fyrir.

Fjöl­margir greindust með veiruna um helgina þar sem smit voru meðal annars rakin að leik­skólanum Jörfa í Reykja­vík. Að minnsta kosti tíu af 13 smitum sem greindust á laugar­dag voru tengd leik­skólanum og voru þar fæstir í sótt­kví.

Runólfur Páls­son, yfir­maður CO­VID-19 göngu­deildar Land­spítala, greindi síðan frá því í morgun að fleiri en 20 manns hafi greinst með veiruna í gær. Ó­ljóst er hvort þau smit tengist leik­skólanum og hvort ein­staklingar hafi verið í sótt­kví við greiningu.

Á fundinum munu Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir, Alma Möller land­læknir, og Víðir Reynis­son yfir­lög­reglu­þjónn, fara yfir málið. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni á Facebook síðu almannavarna.