Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Þar verður að venju farið yfir stöðu mála og framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

Á fundinum koma fram Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Alma D. Möller, landlæknir ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Er um að ræða fimmta daglega upplýsingafundinn í röð ef með er talinn blaðamannafundur stjórnvalda og heilbrigðisyfirvalda á fimmtudag.

Mikill fjöldi innanlandssmita hefur greinst hér á landi að undanförnu og greindust átta tilfelli til viðbótar í gær.

Fríið búið

80 einstaklingar eru nú í einangrun með virkt smit og er Svíþjóð eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem hlutfallslega fleiri smit hafa greinst á síðustu tveimur vikum. 670 er nú í sóttkví hér á landi og liggur einn á legudeild Landspítalans með COVID-19.

„Á­standið hefur versnað, við erum að gera okkur grein fyrir því, og þess vegna verðum við að standa saman og vinna saman og leysa þetta saman. Virðum fjar­lægðar­mörkin, virðum sýkinga­varnir, verum um­burðar­lynd, sýnum skilning á við­brögðum annarra og verum góð hvert við annað,“ sagði Víðir á upplýsingafundinum í gær.

„Fríið er búið. Nú tekur al­varan við.“