Náttúru­verndar­sam­tök á Ís­landi hafa boðað til sam­stöðu­fundar fyrir utan Al­þingi í dag vegna stöðu ramma­á­ætlunar. Þar munu full­trúar náttúru­verndar­sam­taka af­henda þing­flokks­for­mönnum allra flokka ljós­mynd af Dynk eftir Árna Tryggva­son, en Dynkur er einn af þeim fossum sem meiri­hluti um­hverfis- og sam­göngu­nefndar vill færa úr verndar­flokki ramma­á­ætlunar.

Til stendur að af­greiða hug­myndir meiri­hluta um­hverfis- og sam­göngu­nefndar Al­þingis um þriðja á­fanga ramma­á­ætlunar á næstunni og lýsa náttúru­verndar­sam­tök því sem þungu höggi fyrir náttúru­vernd á Ís­landi. Með því verða ýmis svæði færð úr verndar­flokki yfir í bið­flokk á borð við Héraðs­vötn í Skaga­firði eða úr bið­flokki yfir í orku­nýtingar­flokk á borð við Búr­fells­lund.

„Við í náttúru­verndar­hreyfingunni segjum bara að þetta eru ekki bara dýr­mæt svæði á ís­lenskan mæli­kvarða heldur ein­stök svæði í heiminum,“ segir Snæ­björn Guð­munds­son, jarð­fræðingur og full­trúi sam­takanna Náttúrugrið.

Al­gjör­lega frá­leitt

Snæ­björn er einn skipu­leggj­enda sam­stöðu­fundarins og með­höfundur greinar sem birtist um málið í gær á Vísi. Í greininni er því haldið fram að meiri­hlutinn hand­velji rök eftir henti­semi „sem eiga að styðja breytingar á hverjum virkjana­kosti fyrir sig en af­neitar vís­vitandi öllum vísinda­legum og fag­legum gögnum sem mæla fyrir verndar­flokkun um­ræddra kosta.“

Í því sam­hengi nefnir Snæ­björn Jökul­árnar í Skaga­firði sem gætu orðið undir ef virkjana­hug­myndir fá fram að ganga. Í þriðja á­fanga ramma­á­ætlunar eru þrjár virkjunar­hug­myndir á svæðinu, Skata­staða­virkjun C, Skata­staða­virkjun D og Villinga­nes­virkjun, en falla nú undir verndar­flokk.

„Ég man nú ekki hvernig þetta var orð­rétt í nefndar­á­litinu en þar segir að þetta sé nú kannski ekki jafn verð­mætt og fag­hópurinn hafi komist að þannig það þurfi að meta það að nýju. Við teljum að þetta sé al­gjör­lega frá­leitt, þarna er bara búið að á­kveða að taka Jökuls­árnar í Skaga­firði úr verndar­flokki og svo er bara búin til ein­hvern vit­leysa í kringum það,“ segir Snæ­björn.

Við teljum að þetta sé al­gjör­lega frá­leitt, þarna er bara búið að á­kveða að taka Jökuls­árnar í Skaga­firði úr verndar­flokki og svo er bara búin til ein­hvern vit­leysa í kringum það.

Vísinda­leg og fag­leg rök

Spurður um hvernig sé hægt að meta mikil­vægi þess að vernda á­kveðin náttúru­svæði á vísinda­legan og fag­legan hátt segir Snæ­björn það byggjast á að­ferða­fræði sem var þróuð í kringum ramma­á­ætlun.

„Þar var bæði metið náttúru­far og sér­stæði á­kveðinna svæði og þeim gefin ein­kunn. Er mikil­vægt líf­ríki á svæðinu, eru mikil­vægar sér­stæðar jarð­myndanir, er lands­lag sér­stakt, er þetta ó­snortið svæði? Þetta eru til dæmis fjórir þættir. Þá voru bara sér­fræðingar á akkúrat þessum sviðum; náttúru­fræðingar, land­fræðingar, líf­fræðingar, sem gáfu hverju svæði bara ein­kunn frá 0 upp í 10. Þau svæði sem fengu hæstu ein­kunnirnar saman­lagt í flestum flokkum þau eru þá svæðin sem virðast vera mikil­væg svæði á mörgum sviðum. Þetta þýðir að við verðum að vernda þessi svæði.“

Héraðs­vötn í Skaga­firði er eitt þeirra svæði sem lagt er til að færa úr verndar­flokki yfir í bið­flokk.
Fréttablaðið/Vilhelm

Þaul­skipu­lagður á­róður

Í grein Snæ­björns er því einnig haldið fram að ís­lensk orku­fyrir­tæki hafi staðið fyrir þaul­skipu­lögðum á­róðri fyrir frekari virkjana­fram­kvæmdum undan­farna mánuði.

„Hann kristallast í rökum meiri­hlutans sem ber fyrir sig meintan skort á raf­orku fyrir orku­skipti, en það stenst engin rök hjá lang­mestu raf­orku­fram­leiðslu­þjóð jarðar. Sam­tímis hunsar meiri­hlutinn öll rök um­hverfis­verndar­sam­taka og annarra um verndun ó­ra­skaðra vatna­sviða og ó­byggðra víð­erna sem fá­gæt eru á heims­vísu og Ís­lendingum ber að standa vörð um.“

Snæ­björn segir mörg af þeim rökum sem haldið er fram af virkjunar­sinnum vera al­gjör­lega ó­hald­bær. Að hans mati hefur ekki verið horft nægi­lega mikið á hina hliðina og spurt hvort þörf sé á meiri raf­orku hér á landi og hvort við Ís­lendingar þurfi yfir­höfuð að virkja meira.

„Ís­lendingar eru mesta raf­orku­fram­leiðslu­þjóð í heimi, við fram­leiðum miklu meiri raf­orku en lang­flestir. Þannig það er þessi á­róður sem við erum að tala um og er svo hættu­legur og ef hann er endur­tekinn nógu oft þá verður mikil mót­spyrna og fólk fer bara að trúa því. Það er það sem við teljum að al­þingis­menn verði að gæta sín á, að gleypa ekki við þessu,“ segir hann.

Krefjast frestunar málsins

Kröfur náttúru­verndar­sam­takanna eru að af­greiðslu málsins verði frestað á Al­þingi og það tekið aftur tekið fyrir í haust „með raun­veru­lega virðingu fyrir náttúru landsins að leiðar­ljósi.“ Spurður um hvort hann viti um Al­þingis­menn sem hyggist mæta á sam­stöðu­fundinn segir Snæ­björn: „Við erum búin að fá svör frá nokkrum.“

Meðal þeirra sem Snæ­björn segir að hafi stað­fest komu sína eru Helga Vala Helga­dóttir, þing­flokks­for­maður Sam­fylkingarinnar, Guð­mundur Ingi Kristins­son, þing­flokks­for­maður Flokks fólksins, og Orri Pál Jóhanns­son, þing­flokks­for­maður VG.

Nánari upp­lýsingar um sam­stöðu­fundinn má finna á Face­book við­burði.