Á fimmt­u­dag verð­ur hald­inn sam­stöð­u­fund­ur á Aust­ur­vell­i vegn­a á­rás­ar­inn­ar í Osló síð­ustu helgi þar sem tveir lét­ust og tug­ir særð­ust í skot­á­rás fyr­ir utan hin­seg­in bar. Fund­ur­inn er skip­u­lagð­ur af Hin­seg­in­leik­an­um.

„Þett­a er hug­mynd sem kvikn­að­i í gær­kvöld­i. Ég og Mar­í­a [innsk. blm. Rut Kristinsdóttir], og allt hin­seg­in sam­fé­lag­ið, höf­um ver­ið hálf­löm­uð eft­ir þess­ar frétt­ir frá Ósló og Hjalt­i Vig­fús­son, vin­ur okk­ar, hef­ur ver­ið í sama pakk­a og við átt­um svo gott sam­tal í gær þar sem við á­kváð­um að gera eitt­hvað. Það er eitt að sitj­a og vera sorg­mædd­ur yfir frétt­un­um og láta þær buga sig, en svo er ann­að að láta þett­a efla sig og sam­stöð­un­a enn frek­ar,“ seg­ir Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir, skip­u­leggj­and­i og ein stofn­end­a Hin­seg­in­leik­ans, og að það­an hafi hug­mynd­in kom­ið.

Í lýs­ing­u við­burð­ar­ins kem­ur fram að fund­ur­inn hefj­ist á mín­út­u­þögn og svo taki við ræð­ur og söng­ur.

Eftir þung­a síð­ust­u daga lang­ar okk­ur að snúa þess­ar­i sorg í eitt­hvað gott

Að lokn­um ræð­um verð­ur einn­ig op­inn míkr­ó­fónn þar sem hver sem er get­ur stig­ið á svið og lát­ið í sér heyr­a, með þeim hætt­i sem þau vilj­a. Ingi­leif seg­ir að á­stæð­an fyr­ir því sé að þótt svo að hún og eig­in­kon­a henn­ar, Mar­í­a Rut Krist­ins­dótt­ir, hafi stofn­að sam­an Hin­seg­in­leik­ann þá sé hin­seg­in­leik­i allt hin­seg­in sam­fé­lag­ið og því vilj­i þær gefa öll­um tæk­i­fær­i á að tjá sig.

„Hin­seg­in­leik­inn er óháð fram­tak okk­ar og okk­ur hef­ur aldr­ei lang­að að vera eig­end­ur þess­a hug­taks. Hin­seg­in­leik­inn snert­ir allt hin­seg­in sam­fé­lag­ið og okk­ur finnst allt það sam­fé­lag vera hin­seg­in­leik­inn. Við vilj­um að sem flest­ar radd­ir fái að heyr­ast,“ seg­ir Ingi­leif og að hún von­ist til þess að marg­ir muni nýta það tæk­i­fær­i.

„Eftir þung­a síð­ust­u daga lang­ar okk­ur að snúa þess­ar­i sorg í eitt­hvað gott. Mað­ur sér að hin­seg­in sam­fé­lag­ið víða er sorg­mætt og lam­að og það er eitt­hvað sem má ekki verð­a ofan á. Við meg­um ekki láta hatr­ið gera okk­ur hrædd og koma í veg fyr­ir að við kom­um sam­an. Sýn­i­leik­inn er sterk­ast­a vopn­ið gegn hatrinu,“ seg­ir Ingi­leif.

Vilja meiri fræðslu

Kraf­a fund­ar­ins er sú að hin­seg­in­fræðsl­a verð­i auk­in á öll­um skól­a­stig­um og að á fund­um bæj­ar- og borg­ar­ráð­a um allt land muni koma fram til­lag­a um auk­in fjár­út­lát til að sinn­a slíkr­i fræðsl­u. Ingi­leif seg­ir að­eins örfá sveit­ar­fé­lög með gild­a sam­starfs­samn­ing­a við Sam­tök­in ´78 um fræðsl­u en að henn­ar mati ættu öll sveit­ar­fé­lög að vera með slík­a samn­ing­a því best­a vörn­in gegn for­dóm­um sé auk­in fræðsl­a.

„Við Mar­í­a höf­um far­ið víða að sinn­a fræðsl­u líka og oft er um að ræða eink­a­fram­tak ein­hvers kenn­ar­a og þann­ig vant­ar ein­hverj­ar heild­ræn­a sýn, um allt land. Sér­stak­leg­a síð­ast­a árið höf­um við séð ros­a­legt bak­slag. Við eig­um erf­itt með að trúa því og fólk á erf­itt með að trúa því þeg­ar við töl­um um það, sér­stak­leg­a kannsk­i fólk sem til­heyr­ir ekki hin­seg­in sam­fé­lag­in­u. Stað­an er því mið­ur sú að það er ros­a­leg­ur upp­gang­ur hat­ur­s­orð­ræð­u, ekki bara í lönd­un­um í kring­um okk­ur, held­ur líka á Ís­land­i,“ seg­ir Ingi­leif og nefn­ir sem dæmi við­tal við ung­menn­i fyr­ir stutt­u síð­an á RÚV þar sem þau greind­u frá mikl­u á­reit­i vegn­a þess að þau eru hin­seg­in og á­kvörð­un Sund­sam­bands Ís­lands að kjós­a með því á al­þjóð­a­þing­i að bann­a trans kon­um að kepp­a á af­reks­stig­i.

Við erum far­in að sjá bak­slag­ið hér líka

Ingi­leif seg­ir þett­a bein­a af­leið­ing­u auk­inn­ar hat­ur­s­orð­ræð­u á al­þjóð­a­vís­u og pop­úl­ism­a.

„Á þess­um tím­a­punkt­i er þett­a ekki eitt­hvað sem er bara langt í burt­u og get­ur ekki gerst hér. Við erum far­in að sjá bak­slag­ið hér líka og það er svo ó­trú­leg­a auð­velt þeg­ar svon­a öfg­a­öfl eru kom­in af stað að taka rétt­ind­in af okk­ur. Áður en það ger­ist vilj­um við byrj­a að spyrn­a við því og stand­a sam­an,“ seg­ir hún.

Ingi­leif seg­ir að í þeirr­i fræðsl­u sem hún hef­ur sinnt á veg­um Hin­seg­in­leik­ans hafi hún merkt aukn­a for­dóm­a og fá­fræð­i í skól­um og með­al ung­menn­a og barn­a á hin­seg­in­leik­a og hvað­a af­leið­ing­ar for­dóm­ar og hat­ur­s­orð­æðr­a get­ur haft. Þá seg­ist hún einn­ig hafa á­hyggj­ur af því sem börn og ung­menn­i sjá á sam­fé­lags­miðl­um þeg­ar því mæt­ir svo ekki fræðsl­a í skól­um.

„Þett­a hef­ur bein á­hrif á líf og líð­an þess­ar­a ein­stak­ling­a og get­ur gert það að verk­um að þau sjá varl­a út úr myrkr­in­u sem þess­u get­ur fylgt, að vera fyr­ir end­a­laus­u að­kast­i og á­reit­i. Þett­a er upp á líf og dauð­a og við vilj­um fyr­ir alla muni sporn­a gegn þess­ar­i þró­un og stand­a sam­an. En líka vera glöð og stand­a sam­an og sýna hvað þett­a er fal­legt, þett­a sam­fé­lag okk­ar.“

Dag­skrá fund­ar­ins:

- Ingi­leif Frið­riks­dótt­ir, fund­ar­stjór­i og stofn­and­i Hin­seg­in­leik­ans, opn­ar fund­inn. Mín­út­u­þögn fyr­ir Osló.

- Páll Óskar, braut­ryðj­and­i og gleð­i­gjaf­i, set­ur tón­inn

- Arna Magn­e­a Danks, grunn­skól­a­kenn­ar­i og akt­iv­ist­i, held­ur ræðu og flyt­ur ljóð

- Mar­í­a Rut Krist­ins­dótt­ir stofn­and­i Hin­seg­in­leik­ans og fyrr­ver­and­i var­a­for­mað­ur Sam­tak­an­a ‘78 og fræð­ar­i hjá Sam­tök­un­um held­ur ræðu og lýs­ir kröf­u fund­ar­ins.

- Páll Óskar flyt­ur lag

- Opinn míkr­a­fónn þar sem hver sem vill láta í sér heyr­a get­ur tal­að, öskr­að, sung­ið eða tjáð sig á þann hátt sem við­kom­and­i kýs. Með sam­stöð­un­a að vopn­i.

Sam­ein­umst gegn hatrinu með ást, gleð­i og bar­átt­u­vilj­a. Mæt­um og sýn­um sam­stöð­u og tök­um öll sem vilj­a vernd­a og bæta okk­ar frjáls­a sam­fé­lag með okk­ur.

Nán­ar hér á Fac­e­bo­ok-við­burð­in­um.