Velferðarráð Reykjavíkurborgar fundar í dag um framtíð Vinjar við Hverfisgötu og er búist við að fundinum ljúki um klukkan 16. Mikil spenna hefur skapast og hefur verið boðað að þeir sem vilja óbreytta starfsemi muni láti að sér kveða með mótmælum.

Ólíklegt er að þeir sem notið hafa þjónustu Vinjar fái þá ósk uppfyllta að starfsemin verði óbreytt. Eftir að tllaga barst frá borgarráði um 50 milljóna króna sparnað hafa mörg orð fallið um þann viðkvæma hóp sem um ræðir. Flest bendir til breytinga.

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, segir að ekki verði tekin endanleg ákvörðun um örlög Vinjar í dag. Lagt verði til að skipaður verði nýr starfshópur fagfólks, notenda og hagsmunaaðila sem ætlað sé að koma með tillögur um framhaldið.

„Það er mjög ólíklegt að starfsemin í húsinu verði óbreytt,“ segir Heiða Björg.

Kári Steinn Auðarson, einn notenda þjónustunnar í Vin, hefur varpað fram þeirri spurningu hvort borgarfulltrúar geti náð fram fyrirhuguðum sparnaði með því að lækka eigin laun en láta athvarf andlega veikra í friði.