Boðað hefur verið til mót­mæla fyrir utan Al­þingis­húsið á morgun, mánu­daginn 20. janúar, klukkan 17 þegar þingið kemur saman í fyrsta skipti á nýju ári. Stjórnar­skrár­fé­lagið og Sam­tök kvenna um nýja stjórnar­skrá standa fyrir mót­mælunum.

Sam­tökin verða mætt fyrir utan þing­húsið til að berja á trommur og láta í sér heyra til að vekja at­hygli á kröfu sinni um nýja stjórnar­skrá. „Allir eru hjartan­lega vel­komnir og hvattir til að næta með bús­á­höld og taka undir trommu­sláttinn,“ segir í til­kynningu frá sam­tökunum.


Engin dag­skrá verður á mót­mæla­fundinum og er að­eins um að ræða stuttan við­burð. „Trommu­slátturinn er líka til að minna Al­þingi á kröfur þúsunda mót­mælenda á Austur­velli fyrir ára­mót. Kröfunum verður haldið hátt á loft á nýja árinu, þar til þeim hefur verið svarað,“ segir í til­kynningunni.


Þannig er þess einnig krafist að Kristján Þór Júlíus­son sjávar­út­vegs­ráð­herra segi af sér em­bætti vegna tengsla hans við Sam­herja.

Kröfur mót­mælenda eru eftir­farandi:


Að sjávar­út­vegs­ráð­herra segi tafar­laust af sér em­bætti.


Al­þingi lög­festi nýja og endur­skoðaða stjórnar­skrá sem lands­menn sömdu sér og sam­þykktu í þjóðar­at­kvæða­greiðslu 2012. - Að sjálf­sögðu með því auð­linda­á­kvæði sem kjós­endur sam­þykktu.


Arður af nýtingu sam­eigin­legra auð­linda lands­manna renni í sjóði al­mennings til upp­byggingar sam­fé­lagsins og til að tryggja mann­sæmandi lífs­kjör allra.