Al­manna­varnir hafa boðað til blaða­manna­fundar í dag klukkan 17:30 vegna eld­gossins sem hófst í Mera­dölum í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum hér.

Á fundinum verða Magnús Tumi Guð­munds­son frá Há­skóla Ís­lands, Elín Björk Jónassdóttir frá Veður­stofu Ís­lands og Víðir Reynis­son frá Al­manna­vörnum og munu þau fara yfir þær upp­lýsingar sem fengust í yfir­lits­ferð þeirra í dag yfir gossvæðið.

Eins og fram hefur komið er gosið tölu­vert afl­meira nú í upp­hafi heldur en gosið sem hófst í Geldinga­dölum vorið 2021.