Velferðarráð Reykjavíkurborgar fundar í dag um framtíð Vinjar. Breytingar verða að líkindum á starfseminni. Tillaga kom frá borgarráði um 50 milljóna króna sparnað. Hörð átök hafa skapast í málinu en notendur glíma við geðrænan vanda og eru viðkvæmur hópur.

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, segir að ekki verði tekin endanleg ákvörðun um örlög Vinjar í dag. Lagt verði til að skipaður verði nýr starfshópur fagfólks, notenda og hagsmunaaðila sem ætlað sé að koma með tillögur um framhaldið.

„Það er mjög ólíklegt að starfsemin í húsinu verði óbreytt,“ segir Heiða Björg