Ferða­menn sem koma til Kína frá og með 8. janúar næst­komandi þurfa ekki lengur að fara í sótt­kví við komuna. Að sögn þar­lendra heil­brigðis­yfir­valda þurfa ferða­menn ein­göngu að fram­vísa nei­kvæðu PCR prófi. Reu­ters greinir frá.

Tæp­lega þrjú ár eru liðin síðan kín­versk yfir­völd fóru í strangar sótt­varnar­að­gerðir, en landið hefur verið meira og minna lokað er­lendum ferða­mönnum frá árinu 2020.

Þá hefur nær öllum Co­vid tak­mörkunum innan­lands verið af­létt, sem hefur haft í för með sér gríðar­lega aukningu Co­vid til­fella með til­heyrandi á­lagi á spítala vítt og breitt um landið, en Kína er meðal síðustu landa heimsins til þess að skil­greina Co­vid-19 sem land­lægan far­aldur.