Bob Dole, fyrrverandi öldungardeildarþingmaður í Bandaríkjunum er látinn, 98 ára að aldri.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu fyrir stundu eftir að yfirlýsing barst frá fjölskyldu Dole.

Í yfirlýsingunni segir: „Öldungadeildarþingmaðurinn Robert Joseph Dole lést snemma í morgun, í svefni. Hann var 98 ára gamall og hafði þjónað Bandaríkjunum af trúnaði í 79 ár."

Dole var forsetaefni Repúblikana árið 1996, en Demókratar unnu kosningarnar það ár og Bill Clinton var endurkjörinn eftir mjög stormasöm fjögur ár í Hvíta húsinu.

Fréttablaðið/Getty

Dole fæddist 22. júlí 1923. Hann var þingmaður fyrir Kansas frá árunum 1969 til 1996. Hann var leiðtogi Repúblikanaflokksins síðustu ellefu árin sem hann gengdi þingmennsku í öldungadeildinni. Hann hafði áður átt sæti í fulltrúaráðsdeildinni frá árinu 1961.