Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til fundar á Bessastöðum klukkan fjögur síðdegis á morgun. Gera má ráð fyrir því að ákvörðun Sigríðar Á Andersen að stíga til hliðar sem dómsmálaráðherra verði tekið fyrir á fundinum. 

Til stóð að ríkisstjórnin myndi funda síðdegis í dag en fundinum var frestað í kjölfar blaðamannafundar þar sem Sigríður greindi frá ákvörðun sinni. 

Sigríður greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún hyggðist stíga til hliðar sem dóms­mála­ráð­herra eftir ný­fallinn dóm Mann­réttinda­dóm­stóls Evrópu (MDE) þess efnis að skipun á fimm­tán dómurum milli­dóm­stigs Lands­réttar hafi verið and­stæð lögum.