Lands­sam­tök land­eig­anda á Ís­landi gagn­rýna harð­lega drög ráð­herra að frum­varpi til breytinga á náttúru­verndar­lögum. Þetta kemur fram í á­lyktun aðal­fundar sam­takanna sem sam­þykkt var í gær. 

Sam­tökin boða full­komið ó­fremdar­á­stand á helstu ferða­manna­stöðum landsins verði breytingar um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra sam­þykktar en í þeim er gert ráð fyrir að land­eig­endur megi ekki tak­marka að­gang að landi sínu með gjald­töku. Einnig verði þeim ó­heimilt að taka gjald vegna við­halds ferða­manna­svæðanna en undir það falli meðal annars lagningar stíga og byggingar göngu­brúa. LLÍ telur þessa af­mörkun ó­lög­mæta. 

Eina gjald­takan sem verður heimil verður gjald­taka fyrir bíla­stæði og gerð þeirra, einungis ef um er að ræða endur­teknar hóp­ferðir í at­vinnu­skyni. LLÍ bendir á að engin leið sé fyrir land­eig­endur að vita hvort rúta sem komi á svæði þeirra sé að koma þangað í fyrsta skipti eða sé hluti af endur­teknu ferða­skipu­lagi. Þeir sjá enga leið til að reka ferða­manna­staðina með með þeim tak­mörkunum sem felast í frum­varpinu. 

Sam­tökin mót­mæla þannig drögum ráð­herra að frum­varpi til breytinga á náttúru­verndar­lögum. Verði þau að veru­leika muni þau skapa upp­náms­á­stand við ferða­manna­staði landsins og snúast upp í and­hverfu sína, verða náttúru­vernd til skaða fremur en bóta.