Innlent

Boða ó­fremdar­á­stand á ferða­manna­stöðum

Landssamtök landeiganda á Íslandi gagnrýna harðlega drög ráðherra að frumvarpi til breytinga á náttúruverndarlögum. Segja ómögulegt að reka ferðamannastaði verði breytingarnar samþykktar.

Gjaldtakan við Hraunfossa árið 2017 var nokkuð umdeild, en hún var að endingu stöðvuð. Fréttablaðið/Pjetur

Lands­sam­tök land­eig­anda á Ís­landi gagn­rýna harð­lega drög ráð­herra að frum­varpi til breytinga á náttúru­verndar­lögum. Þetta kemur fram í á­lyktun aðal­fundar sam­takanna sem sam­þykkt var í gær. 

Sam­tökin boða full­komið ó­fremdar­á­stand á helstu ferða­manna­stöðum landsins verði breytingar um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra sam­þykktar en í þeim er gert ráð fyrir að land­eig­endur megi ekki tak­marka að­gang að landi sínu með gjald­töku. Einnig verði þeim ó­heimilt að taka gjald vegna við­halds ferða­manna­svæðanna en undir það falli meðal annars lagningar stíga og byggingar göngu­brúa. LLÍ telur þessa af­mörkun ó­lög­mæta. 

Eina gjald­takan sem verður heimil verður gjald­taka fyrir bíla­stæði og gerð þeirra, einungis ef um er að ræða endur­teknar hóp­ferðir í at­vinnu­skyni. LLÍ bendir á að engin leið sé fyrir land­eig­endur að vita hvort rúta sem komi á svæði þeirra sé að koma þangað í fyrsta skipti eða sé hluti af endur­teknu ferða­skipu­lagi. Þeir sjá enga leið til að reka ferða­manna­staðina með með þeim tak­mörkunum sem felast í frum­varpinu. 

Sam­tökin mót­mæla þannig drögum ráð­herra að frum­varpi til breytinga á náttúru­verndar­lögum. Verði þau að veru­leika muni þau skapa upp­náms­á­stand við ferða­manna­staði landsins og snúast upp í and­hverfu sína, verða náttúru­vernd til skaða fremur en bóta.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Landeigendur ætla að halda Faxa áfram lokuðum

Ferðaþjónusta

Gjaldtaka gæti reynst greininni hættuleg

Innlent

Falla frá 150 þúsund króna dag­sektum

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Auglýsing