Nú hefur BMW látið meiri upplýsingar í ljós eins og að fyrstu bílanna sé að vænta á markað árið 2025. Hydrogen Next bíllinn verður þó fyrst settur í framleiðslu árið 2022 en bara í litlu magni til að byrja með. Er hugsunin með því að þróa bílinn áfram áður en fjöldaframleiðsla þeirra hefst. Tæknin sem BMW er að vinna að er þróuð í samstarfi við Toyota og byggir meðal annars á tvinntækni þeirra. Efnarafallinn framleiðir allt að 168 hestöfl af raforku, en straumbreytir sér um að jafna álagið milli rafmótors og rafhlöðu, sem einnig fær orku frá bremsukerfinu. Bíllinn er búinn tveimur vetnistönkum sem geta borið 6 kg samtals af vetni við 700 bara þrýsting. Með því má komast langar leiðir að sögn BMW og áfylling tekur aðeins 3-4 mínútur. Kerfið er tengt fimmtu kynslóð eDrive frá BMW sem er meðal annars komið í BMW Xi3. Að sögn talsmanna BMW mun hámarksafl kerfisins vera allt að 369 hestöfl.