BMW E30 M3 bíll með 1.300 hestöfl tiltæk náði hraðaheimsmeti á ís á Swedish Speed Week viðburðinum um daginn og náði þar 347 km hraða. Það skrítna við þennan BMW bíl er að í honum er ekki mótor frá BMW heldur fjögurra strokka Toyota 2JZ vél sem sendir öll 1.300 hestöfl sín til afturhjóla bílsins. 

Fyrra hraðametið á ís átti Audi B5 S4 Avant langbakur en hann náði 325 km hraða og því var heimsmetið bætt um heila 22 km/klst. Að sjálfsögðu var bíllinn á stórum nöglum til að ná sem bestu gripi á ísi lagða brautina sem var á stöðuvatni í Arsunda norðarlega í Svíþjóð. Sjá má metsláttinn í myndskeiði sem hér fylgir.