Samkvæmt BMW Group er þetta ökutæki eitt af fjölmörgum sem eru á ferðinni um allan heim við raunprófanir við ýmis veðurskilyrði, á búnaði sem tengist sjálfkeyrandi bílum. Nú þarf sérstakt leyfi til að prófa sjálfkeyrandi ökutæki á Íslandi en tekið skal fram að ekki varð séð á akstri eða ökumanni bílsins að slíkur akstur væri í gangi.