Er ætlunin að bíllinn geti keppt við Plaid-útgáfu Tesla Model X. Togið verður allrosalegt eða 1.100 Nm og upptakið undir fjórum sekúndum. Vegna meira af ls fer drægi niður í 575 km. Meiri tæknibúnaður verður í bílnum eins og Laserlight aðalljós, nudd í sætum og sjálflokandi hliðarhurðir. Útgáfan fer á markað í sumar, en engar upplýsingar hafa borist um hvort bíllinn verði fáanlegur hérlendis, þótt það megi telja líklegt. Ef laust verður verðið líka umtalsvert hærra, eða nálægt erkióvininum Tesla Model X Plaid sem er aðeins rúmar 2,5 sekúndur í hundraðið.