Það tekur BMW iX1 ekki nema um tíu mínútur að hlaða allt að 120 km drægi á rafhlöðuna og innan við 30 mínútur að hlaða í 80% á næstu hefðbundnu hraðhleðslustöð. BMW iX1 er hannaður á nýjum undirvagni til að hámarka rými farþega og farangurs. Innanrýmið er hlaðið nýjustu tækni og nútímalegum þægindum fyrir ökumann og farþega auk þess sem gott pláss er fyrir farangur sem hægt er að stækka á fljótlegan og þægilegan hátt með niðurfellingu sætisbaka. Stór, bogadreginn aðalskjár veitir góða yfirsýn á margvísleg stjórntæki, bæði með snertingu og raddstýringu og fyrsta flokks tengimöguleikar eru í boði fyrir ýmis snjalltæki og raftæki.
Hinn nýi rafknúni iX1 hefur þegar fengið afar jákvæðar umfjallanir hjá blaðamönnum TopGear og AutoExpress í Bretlandi sem telja m.a. að hér sé kominn góður valkostur fyrir fjölskyldur sem kjósa gæði BMW og rafmagnaða aksturseiginleika í hæfilega stórum og liprum borgarjeppa. Hægt er að kynna sér nánar og reynsluaka BMW iX1 á frumsýningunni nk. laugardag við Sævarhöfða.