BMW iX xDrive40 er 326 hestöfl (240 kW) og hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er um 6 sekúndur. Háspennt rafhlaða iX xDrive40 er 76,6 kWh sem veitir allt að 425 km drægni á hleðslunni samkvæmt WLTP. BMW iX xDrive50 er 523 hestöfl (385 kW) og er snerpan úr kyrrstöðu í 100 km/klst. 4,8 sekúndur. Rafhlaða BMW iX xDrive50 er 111,5 kWh sem hefur allt að 630 km drægni. Hin nýja hleðslutækni BMW Group gerir kleift að hlaða um 120 km drægni á 10 mínútum á rafhlöðina í DC hraðhleðslustöð. Hleðsla frá 10% til 80% tekur innan við 40 mínútum og með 11 kW hleðslustöð tekur innan við ellefu klukkustundir að hlaða háspennta rafhlöðuna frá 0% í 100%. BMW iX er rúmgóður fjórhjóladrifinn fimm manna bíll, sem byggður er á skalanlegum undirvagni úr áli og koltrefjum. Til útskýringar er BMW iX svipaður að lengd og breidd og BMW X5 xDrive og hæð yfirbyggingarinnar er svipuð og á X6 xDrive.

Allar megineiningar drifrásarinnar, svo sem mótorar, rafeinda- og hleðslutækni auk háspenntra rafhlaðanna sem sérstaklega voru þróaðar fyrir BMW iX, voru alfarið þróaðar af sérfræðingum BMW Group. Þá er tölvukerfi iX margfalt öflugra en sést hefur áður í fjöldaframleiddum bíl, sem gerir m.a. kleift að nýta 5G-tæknina til að láta iX aka án aðstoðar eða leggja sjálfur í stæði. BMW iX er jafnframt búinn radar- og litaskynjun til að bera kennsl á mismunandi fyrirbrigði í umhverfinu, innfelldum hurðarhúnum og flötu gólfi til að hámarka rými farþeganna, ekki síst þess sem situr í miðju aftursætisins. Tveir stórir og bogadregnir skjáir eru áberandi í mælaborðinu, annar 15“ og hinn 12,3“ veita góða góða stjórn yfirsýn fyrir ökumann og farþega auk þess sem glerþak iX er það stærsta til þessa frá BMW.

Þess má geta að í samanburði við sambærilega bíla með brunahreyfil sem skila sömu afköstum losar BMW iX um 45% minna af gróðurhúsalofttegundum á líftíma sínum. Ástæðan er m.a. sú að við framleiðslu iX er eingöngu stuðst við græna raforku auk þess sem innviðir farþegarýmisins eru alfarið úr endurnýjanlegum og endurunnum efnum.