XM-bíllinn var frumsýndur sem tilraunabíll í fyrra og er mikið til óbreyttur síðan að hann kom fram. Hið svokallaða nýrnagrill að framan heldur áfram að stækka og er óhætt að segja að það sé mjög stórt á XM-jeppanum. Framljósin eru örþunn eins og á 7-línunni og virðast þessi ljós komin til að vera hjá BMW.

Red Label-útgáfan verður 100 hestöflum öflugri og er rauður litur kringum grill og glugga.

Afturendinn er ekki eins hvass og á tilraunabílnum en aftur eru þunn og ílöng ljós áberandi. Fjórir stútar eru á pústkerfinu, tveir sitt hvorum megin og er þeim raðað hverjum ofan á annan. Hægt er að breyta hljóðinu úr pústkerfinu með flöpsum í sportstillingu bílsins.