„Bak­grunnur Dags B Eggerts­sonar hjálpaði honum að takast á við far­aldurinn á á­hrifa­ríkan hátt,“ skrifaði auð­kýfingurinn Michael Bloom­berg á Twitter síðu sína rétt í þessu. Með tísti Bloom­bergs fylgdi mynd­band þar sem mátti sjá svip­myndir af Ís­landi í bland við sam­ræður Bloom­bergs og Dags B. Eggerts­sonar.

Bloom­berg, fyrrum borgar­stjóri New York borgar, ræddi við borgar­stjóra Reykja­víkur um mikil­vægi þess að styðjast við vísinda­leg rök þegar á­kvarðanir eru teknar um að­gerðir við far­aldrinum. Þá taldi Bloom­berg Dag eiga stóran þátt í því að Reykja­vík hafi orðið for­dæmi fyrir margar aðrar borgir þegar kæmi að skimun, smitrakningu og sótt­kví.

Dagur kveðst vera sam­mála Bloom­berg um mikil­vægi vísinda í far­aldrinum. Þá lýsir hann því að hann hafi lagt stund á læknis­fræði og al­þjóð­leg mann­réttindi áður en pólitíkin hrifsaði hann til sín. Bak­grunnurinn hafi þó hjálpað honum gríðar­mikið við dag­leg störf sem borgar­stjóri. Mynd­bandið má sjá í heild sinni hér að neðan.