Japanar koma margir saman til að biðja og leggja blómsveigi við Yamato-Saidaiji stöðina þar sem Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, var skotinn til bana.

Abe var að halda stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara-héraðinu. í vesturhluta Japans, þegar maður að nafni Yamagami Tetsuya skaut hann með heimagerðu vopni.

Indverski listamaðurinn Sudarsan Pattnaik bjó til sandskúlptúr af Shinzo Abe.
Fréttablaðið/Getty images
Í borginni Nara í Japan. Fólk kemur saman til að biðja og leggja blómsveigi við Yamato-Saidaiji stöðina þar sem Shinzo Abe var skotinn.
Fréttablaðið/Getty images
Japanski fáninn við blómvendi fyrir utan Yamato-Saidaiji stöðina.
Fréttablaðið/Getty images
Japanska þjóðin er slegin eftir að fyrrverandi forsætisráðherra þeirra var skotinn til bana á kosningasamkomu í dag. Skotárásir eru sjaldgæfar í Japan.
Fréttablaðið/Getty images