Ingvar Ómars­son at­vinnu­hjól­reiða­maður segir í við­tali við helgar­blað Frétta­blaðsins frá al­var­legu slysi sem hann varð fyrir þegar ferillinn var að hefjast árið 2015.

Ingvar undir­gekkst tvær að­gerðir á höfði sam­tímis og var fyrir­fram sagt að hann ætti um 10 prósent líkur á að lifa að­gerðirnar af. Batinn tók tíma en Ingvar kom þó læknum á ó­vart. Hann var harð­á­kveðinn í að komast í fyrra form og sanna sig en hafði ekki tekið inn and­leg á­hrif þess að lenda í svo al­var­legu slysi.

Tveimur mánuðum eftir út­skrift var Ingvar kominn til Tenerife þar sem hann ætlaði að dvelja í fimm vikur og koma sér aftur í form.

„Það var mjög erfiður tími. Ég var alltaf að reka mig á að geta ekki gert það sem ég vildi gera og þarna fór ég hægt og ró­lega að átta mig á and­legu á­hrifunum. Þau hafði ég blokkerað fyrstu vikurnar. Þegar þarna var komið áttaði ég mig á því að ég væri pínu þung­lyndur, leiður.“

Ingvar lýsir því hvernig hann hafi orðið til­finninga­næmari, opnari á ein­hvern hátt.

„Ég hjólaði upp á eld­fjallið, Teide, þar sem ég sá dauðan í­korna. Ég bara fór að gráta, eins og þetta væri barnið mitt,“ lýsir Ingvar og reynir að lýsa breytingunni sem varð tíma­bundið á til­finninga­lífinu eftir slysið.

„Mér leið meira – var ekki sami kassi eða vél­menni. Ég fór að blogga um það hvernig mér leið. Ég hafði mikið meira að segja og var í betri tengingu við sjálfan mig. Ég reyndi eins og ég gat að halda í þetta en svo eftir svona ár lokaðist á þetta aftur. Ég hugsaði þá: „Af hverju mátti ég ekki bara vera svona?“

Ingvar segir þessa hlið á sér þó ekki alveg horfna. „Ég er þakk­látari fyrir lífið. Maður er ein­hvern veginn betri manneskja. Ég var á­kveðinn í að sigrast á þessu. Draumurinn um að verða rosa góður hjólari var enn lifandi,“ segir Ingvar og er viss um að án hans hefði hann átt erfitt með að sætta sig við slysið. „Ég var ný­byrjaður og strax sleginn niður.“