Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá því í tilkynningu að við húsleit í umdæminu sem nýlega var framkvæmd hafi fundist fíknefni, lyf og sterar. 

Grunur lék á að þar færi fram fíkniefnaframleiðsla og sala þar sem kannabisolíu var blandað saman við veipvökva og vökvinn seldur þannig í ágóðaskyni.

Lagt var hald á talsvert magn af slíkum vökva auk annars vökva í krukkum. Þá er einnig greint frá því að fundist hafi örvandi efni og kannabis. 

Einnig var lagt hald á ýmis mæliglös og önnur áhöld. Málið er nú til rannsóknar.