Innlent

Blönduðu kanna­bis­olíu við veip­vökva

Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú mál til rannsóknar þar sem kannabisolíu hafði verið blandað saman við veipvökva.

Lögregla framkvæmdi húsleit og lagði hald á veipvökva sem hafði verið blandað saman við kannabisolíu Fréttablaðið/Getty

Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá því í tilkynningu að við húsleit í umdæminu sem nýlega var framkvæmd hafi fundist fíknefni, lyf og sterar. 

Grunur lék á að þar færi fram fíkniefnaframleiðsla og sala þar sem kannabisolíu var blandað saman við veipvökva og vökvinn seldur þannig í ágóðaskyni.

Lagt var hald á talsvert magn af slíkum vökva auk annars vökva í krukkum. Þá er einnig greint frá því að fundist hafi örvandi efni og kannabis. 

Einnig var lagt hald á ýmis mæliglös og önnur áhöld. Málið er nú til rannsóknar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Innlent

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilbrigðismál

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Auglýsing

Nýjast

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

​Fallast á vernd um Víkur­garð

Komst yfir upp­lýsingar um 422 börn í Mentor

Ís­land ver 30 milljónum til flótta­fólks frá Venesúela

Auglýsing