Búið er að staðfesta ISA-veiruna sem veldur blóðþorra sjúkdómi í eldislaxi við Hamraborg og Svarthamarsvík í Berufirði.

MAST greinir frá.

Norska kauphöllin greindi frá því í lok síðustu viku að grunur léki á að veran hafi fundist í laxeldisstöð við Hamraborg í Berufirði.

Nú hefur sýni sem Mast sendi erlendis til raðgreiningar staðfest gruninn.

Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, segir hingað til hafi öllum fisknum verið slátrað á þessu svæði þar sem veiran hefur greinst.

Nú þegar búið sé að staðfesta gruninn verði ákvörðun um framhaldið tekin í samráði fyrir fyrirtækið.

Veiran virðist leika laxeldisstöðvar grátt en hún kom fyrst upp við Gripalda í Reyðarfirði í lok árs í fyrra. Í vor greindist veiran í eldisstöðinni við Sigmundarhús og við Vattarnes og hefur veiran nú þegar stöðvan allt laxeldi tímabundið í Reyðarfirði.