Blóðrásarsjúkdómar og æxli voru algengustu dánarorsakir Íslendinga síðustu tíu árin, dánartíðnin af völdum sjúkdómanna hefur þó dregist saman töluvert saman frá aldamótum.

Fram kemur í talnaefni sem birt er á vef Hagstofunnar að 6.946 landsmenn, eða tæplega þriðjungur allra létust síðustu tíu árin, hafi látist af völdum blóðrásarsjúkdóma. Þá létust 6.170 eða 28,4 prósent úr æxlum.

Mynd/Hagstofa Íslands

Þá létust 2.286, eða 10,5 prósent, úr sjúkdómum í taugakerfi og 1.840, eða 8,5 prósent, úr sjúkdómum í öndunarfærum. Ytri orsakir, til dæmis slys eða sjálfsvíg, er orsök dauða 1.433, eða 6,6 prósent, manns á tímabilinu.

Mynd/Hagstofa Íslands

Þegar litið er til yngri aldurshópa eru ytri orsakir meirihluti dánarorsaka, eða 55,2 prósent, hjá fólki 34 ára eða yngri. Töluverður munur er á kynjunum, 61 prósent karla deyja af ytri orsökum á móti 42 prósent kvenna.