Ráðherraráð Evrópusambandsins í Brussel hefur nú til meðferðar nýsamþykkta ályktun Evrópuþingsins í Strassborg um bann við innflutningi hrossakjöts og PMSG-hormóna úr hryssum frá þeim löndum utan sambandsins sem leyfa blóðmerahald.

Ályktunin var samþykkt með 452 atkvæðum gegn 170, en 76 þingmenn sátu hjá.

Aðeins fjögur lönd heiminum heimila blóðmerahald í þeim tilgangi að búa til hormón sem sprautað er í gyltur til að auka frjósemi þeirra, en löndin eru Argentína, Kína, Ísland og Úrúgvæ.

Raunar er blóðmerahald enn stundað á einum bæ í sambandslandinu Thüringen í Þýskalandi, en ágreiningur hefur verið á milli sambandslandsins og sambandsríkisins um hver fer með lögsögu málsins og fyrir vikið er enn stunduð blóðtaka úr merum á bænum.